Einfaldara líf
í einföldu máli

Viðreisn vill frjálslynda, jafnréttissinnaða og alþjóðlega borg. Við viljum að borgin sé vel rekin og að þjónusta við íbúa sé í fyrirrúmi.

 

Við viljum einfalda stjórnsýsluna, gera hana rafræna, stytta biðtíma og fækka eyðublöðum.

Við viljum að fólk viti nákvæmlega hvenær umsókn verði svarað.

Við viljum að allar umsóknir séu aðgengilegar á ensku.

 

Við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með því byggja fleiri ungbarnadeildir og styrkja aðra til þess.

Við viljum hækka framlög til dagforeldra um 50 milljónir, til að foreldrar hafi meira val.

Við viljum hafa 6 leikskóla opna yfir sumarið til að það verði einfaldara fyrir fjölskyldur að skipuleggja orlofið.

 

Við viljum sameina skóla og frístund að fullu til að gera dag barna einfaldari og þægilegri.

Við viljum faglegt frelsi og sjálfstæði skóla og gera 3 ára samninga um fjárveitingar.

Við viljum setja 50 milljónir árlega í skólaþróun til að tryggja tækniþróun og nýsköpun.

Við viljum hækka laun kennara til að gera skóla að eftirsóttum vinnustöðum og tryggja hágæða menntun.

 

Við viljum einfalda veitingu byggingarleyfa til að gera það ódýrara að byggja í Reykjavík.

Við viljum styðja við atvinnuuppbyggingu í hverfum til að færa þjónustu nær íbúum.

Við viljum lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í úr 1,65 í 1,60% til að vinnustaðir vilji vera í Reykjavík.

 

Við viljum að Borgalína, nýtt og afkastamikið kerfi almenningssamgangna fyrir höfuðborgarsvæðið, verði að veruleika.

Við viljum að vinsælustu strætóleiðirnar keyri á 7,5 mínútna fresti á háannatímum.

Við viljum lausnir á borð við stokka sem fegra nærumhverfið og bæta umferðarflæði.

Við viljum að börn undir 12 ára fái frítt í strætó í fylgd með fullorðnum.

Við viljum fleiri hjólastíga og ætlum að gefa þeim falleg nöfn.

 

Við viljum sjá 7 þúsund nýjar íbúðir í nýjum hverfum við Elliðarárvog, í Ártúnshöfða, á Keldum og viljum að uppbygging í Úlfarsárdal verði kláruð miðað við núverandi áætlun.

Við viljum halda áfram þéttingu byggðar í Reykjavík.

Við viljum fjölga félagslegum íbúðum um 350.

 

Við viljum fjölga sértækum búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk um 100 íbúðir.

Við viljum að borgin hafi sjálf frumkvæði að þjónustu við aldraða og fatlað fólk.

Við viljum fjölga dagvistarúrræðum aldraðra um 40 rými.

Við viljum auka þjónustu og stuðning við böðun aldraðra.

 

Við viljum jöfn laun, óháð kyni og ætlum að leiðrétta laun kvennastétta.

Við viljum að borgin sé rekin með afgangi og ætlum að greiða niður skuldir.