Viltu fleiri klukkustundir?

Grein eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í Reykjavík

Við könnumst öll við hversdagslegu flækjurnar sem leynast út um allt. Við þurfum að skutlast hingað og þangað, sækja, bíða, græja, redda og bíða svo aðeins meira. Ég hef oft heyrt fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins lýsa því hvernig það upplifir svo mikið stress í Reykjavík. Ys, þys og allir á þönum - hvert sem litið er. En getur verið að þetta stress sé sjálfskipuð menningarleg afleiðing alltof flókins kerfis í kringum helstu atriði daglegs lífs okkar allra?  

Af hverju er skóladagur barnanna okkar ekki samfelldur? Þannig gætu öll börnin í borginni átt heildstæðan dag menntunar, frístundar og tómastunda. Hvers vegna samræmum við ekki starf leik- og grunnskóla? Þannig mætti bæta þjónustu með þarfir barna og foreldra þeirra að leiðarljósi.

Af hverju eru þúsundir barna á biðlistum hjá Reykjavíkurborg? Flestir foreldrar þekkja það að eiga barn á biðlista eftir plássi á leikskóla eða í frístundaheimili. Ef við setjum þetta í samhengi við þann fjölda sem skólakerfið hefur áhrif á þá eru um 20.000 börn á leik- og grunnskólaaldri í borginni auk þeirra 4.000 einstaklinga sem starfa í skólunum. Ef aðeins er horft til barna og starfsfólks hafa skólamálin í borginni bein áhrif á 24.000 einstaklinga á hverjum tíma en þann fjölda má hæglega, að minnsta kosti, þre- eða fjórfalda ef litið er til fjölskyldna barnanna og starfsfólksins. Skipulag skólamála, uppbygging og framþróun hefur einfaldlega áhrif á tugiþúsundir fjölskyldna sem alla daga búa við óvissu, biðlista og ósamfellu sem einkennist af því að skutla og sækja - alla daga, alltaf. Þessi óreiða í daglegu lífi íbúa kallar á stress og pirring auk þess að kosta peninga.   

Erum við alltaf að þjóta en ekki að njóta?
Við verðum að byrja á að tryggja börnunum okkar samfelldan dag og byggja svo í framhaldinu upp góða og þétta borg með öflugum og fjölbreytum samgöngum. 

Menntun í sínum víðasta skilningi er einfaldlega undirstaða jafnréttis, jafnra tækifæra og velferðar í samfélaginu. Við í Viðreisn viljum auka gæði og sveigjanleika í menntakerfinu og leggjum áherslu á að skóla- og frístundastarf skuli skoðað sem ein heild, út frá þörfum barnsins.  Við höfum skýrar hugmyndir um hvernig megi leysa vandann og munum setja það í algjöran forgang. Við vitum að í leikskólum, skólum og á frístundaheimilum er til staðar næg fagþekking og vilji til að koma til móts við þarfir barna en það er aftur á móti stjórnsýslan sem þarf að tryggja að málefni barna séu raunverulega sett í forgang. Með því að leiðrétta laun kennara og gera staðnað kerfi sveigjanlegra gerum við leik- og grunnskólana að eftirsóttari vinnustöðum.

Við þurfum að treysta fagfólki í skóla- og frístundastarfi, bæta aðbúnaðinn og minnka miðstýringu löngu staðnaðs kerfis. Lausnin liggur í forgangi, fjármagni og pólitískum vilja sem við í Viðreisn munum tryggja.

Grein birtist upphaflega á Vísir.is þann 16. maí 2018.

Þátttakendur eða þiggjendur

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar skrifar:

Velferð er einn af hornsteinum góðs samfélags. Þess vegna setur Viðreisn málefni eldra fólks á oddinn með áherslu á að tryggja velferðarþjónustu sem byggir á mannréttindum, virðingu og virkni. Íslendingar eru að eldast en í dag eru einstaklingar 65 ára og eldri 13% af íbúum landsins eða um 41 þúsund talsins. Hópurinn er jafn fjölbreyttur og hann er fjölmennur og því ljóst að mismunandi þörfum verður að mæta með fjölbreyttri þjónustu.

Samþætt og heildstæð þjónusta

Í lok árs 2003 skrifuðu Jón Kristjáns­son, þáverandi heil­brigðisráðherra, og Þórólf­ur Árna­son, þáverandi borg­ar­stjóri, und­ir sam­komu­lag um að tvinna sam­an fé­lags­lega heimaþjón­ustu og heima­hjúkr­un í Reykja­vík. Þetta er mér afar minnisstætt því á þessum árum stýrði ég allri þjónustu við eldra fólk í Reykjavík og fékk það verkefni, ásamt heilsugæslunni, að leiða þessa flóknu en brýnu vinnu. Árið 2004 voru svo fyrstu skrefin í samþættri heimahjúkrun og heimaþjónustu tekin í Reykjavík. Það er alveg ljóst að þetta var mikið framfaramál í öldrunarþjónustu en þjónustan verður að þróast áfram í takt við tímann og þarfir eldra fólks. Nú stöndum við aftur á tímamótum því ljóst er að þeir sem verða 65 ára eða eldri eru fleiri en árið 2004 og aðstæður þeirra eru allt aðrar en áður. Þessu verður að mæta með öflugri heildstæðri þjónustu.

Reynslan sýnir að sífellt fleiri vilja búa heima hjá sér eins lengi og kostur er. Sú þróun er ekki bara vel skiljanleg heldur einnig stórt réttindamál eldra fólks og því verða sveitarfélög að vera viðbúin aukinni eftirspurn eftir þjónustu við eldra fólk í heimahúsum. En það er ekki nóg að bregðast bara við aukinni eftirspurn heldur er einnig nauðsynlegt að tryggja heildstæða þjónustu sem mætir þörfum eldri íbúa. Við viljum að í boði sé afbragðs þjónusta fyrir einstaklinga í heimahúsum, s.s. aðgengi, hjálpartæki, endurhæfing, hreyfing, fæði og síðast en ekki síst fyrirmyndar heimaþjónusta og heimahjúkrun. Viðreisn hefur einsett sér að vinna að algjörri samfellu í þjónustu við eldra fólk. Við viljum efla kvöld- og helgarþjónustu, fjölga rýmum í dagdvöl um fjörutíu, stórbæta stuðning við böðun og að boðið verði uppá fjölbreytta sérsniðna þjónustu. Þannig skal tryggt að hugað sé að nauðsynlegum þáttum í daglegu lífi eldra fólks.

Viðreisn vill fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun Reykvíkinga. Við viljum skapa umhverfi þar sem allir geta fundið vettvang við hæfi og þjónustu eftir þörfum. Við viljum gefa öllum kost á að vera þátttakendur en ekki þiggjendur í samfélaginu og þannig hvetja til frumkvæðis og athafna. Við setjum velferðarmál á oddinn.

Grein birtist upphaflega á vef Lifðu Núna þann 7. maí 2018.

Kærkomið fjáraustur í öryggi gangandi vegfarenda á Birkimel

Grein eftir Pawel Bartoszek, sem skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.

Ég fylgist með leið 1 keyra eftir Gömlu-Hring­braut í vest­ur­átt. Strætó­inn stoppar við Lands­spít­ala. Út kemur skeggj­aður nemi með tón­list í eyr­un­um. Hann gengur aftur fyrir vagn­inn og út á gang­braut­ina. Grár jepp­lingur kemur aðvíf­andi úr hinni átt­inni og fram hjá strætón­um. Nem­inn, sem er á leið út í Lækna­garð, hægir á sér á mið­eyj­unni, jepp­ling­ur­inn nán­ast strýkur honum um hné­skelj­arn­ar.

Ef þetta væri ekki nýtví­tugur lækna­stúd­ent heldur hvat­víst barn á hrað­ferð, þá væri þetta ekki nærri-því-slys heldur alvar­legt slys. Það hefði verið skráð í slysa­grunn sam­göngu­stofu með orð­un­um:

„Ekið á gang­andi veg­far­anda (7 ára karl) sem gengur skyndi­lega inn á gang­braut.”

Svona er við­horfið stund­um. Gang­andi veg­far­endur á 5 km hraða ganga skyndi­lega inn á gang­braut­ir. Til að fyr­ir­byggja það að börn gangi út á gang­brautir of skyndi­lega eru sendar litlar sögu­bækur heim til þeirra þar sem þau eru vöruð við að ganga of skyndi­lega út á götu og lög­reglan fer í skóla og brýnir fyrir börnum að fara með gát í kringum strætó­stöðv­ar.

Án efa er það skyn­sam­legt en fræðsla ein og sér er sjaldan næg for­vörn. Það þarf að búa til borg­ar­um­hverfi þar sem bílar keyra ekki of hratt og þurfa að taka til­lit til gang­andi og hjólandi veg­far­enda. Þreng­ingar líkar þeim á Birki­melnum hindra það að bílar fari fram úr eða fram hjá kyrr­stæðum strætó og keyri á gang­andi veg­far­endur sem fara yfir göt­una á sama tíma.

Vel má vera að hægt sé að ná svip­uðum áhrifum með mis­mun­andi útfærsl­um, en aðal­málið er samt að til­gangur breyt­inga á stöðum sem þessum hlýtur alltaf að vera að bæta upp­lifun og öryggi þeir sem labba eða hjóla frekar en að stuðla að því að akandi veg­far­endur geti kom­ist taf­ar­laust og án trufl­unar í gegnum þétt­býl íbúa­hverfi.

Grein birtist upphaflega á vef Kjarnans þann 14. maí 2018.

Pawel Bartoszek
Atvinnumálin, kjáni!

Grein eftir Pawel Bartoszek, sem skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.

Í úthverfi Stafangurs

Það er komið kvöld. Á drapplituðum Ektorp sófa í tvílyftu raðhúsi sitja íslensk hjón og hvíla sig eftir daginn. Hann er iðnaðarmaður, hún er hjúkrunarfræðingur. Börnin eru komin í háttinn, og byrjuð að dreyma norskuskotna drauma. Heimilishundurinn liggur við hliðina á sófaborðinu og hrýtur.

„Langar þig aldrei aftur til Íslands?“ spyr hún.

„Jú, auðvitað,“ svarar hann. „Af og til. En þú veist við getum ekki flutt á meðan … staðan er eins og hún er…“

„Nei, sammála,“ jánkar hún. „Við getum ekki flutt fyrr en það er búið að…“

„…setja Miklubrautina í stokk!“ segja þau saman einum rómi.

„Og fjölga mislægum gatnamótum,“ segir hún.

„Já, eða fá lengri strætisvagna og láta þá keyra á sérakreinum!“ segir hann.

„Sammála, við förum ekki einu sinni að spá í að flytja heim fyrr en allar þessar samgöngubætur verða að veruleika!“

Fólk flytur vegna vinnu

Hagstofa Bandaríkjanna framkvæmir reglulegar mælingar á ástæðum þess að fólk flytur. Þrjár ástæður vega þar langþyngst.

Í fyrsta lagi flytur fólk út af húsnæði: fólk flytur því það vill stækka við sig eða vill lækka húsnæðiskostnaðinn. Í öðru lagi flytur fólk af fjölskylduástæðum, fólk byrjar í sambandi, fólk vill vera nær foreldrum sínum, fólk eignast börn og vantar stuðningsnet eða flytur aftur á heimaslóðir. Þriðja ástæðan er atvinna: fólk flytur vegna þess að það fær ekki vinnu eða fær betur launaða vinnu annars staðar.

Stöldrum aðeins við seinasta þáttinn, atvinnuna. Atvinnuástandið í Reykjavík er þannig séð gott og lítið hefur verið talað um atvinnumál í kosningabaráttunni. Samt er þörf á því. Uppgangur ferðaþjónustunnar, sem er mjög gleðilegur, býr gjarnan til þjónustustörf fyrir ófaglært fólk. Hæpið er að parið í leikþættinum hér að ofan rífi börn sín upp með rótum til að skutlast með túrista eða afgreiða á fjölþjóðlegri veitingahúsakeðju. Við þurfum fjölbreytni.

Lækkum skatta á atvinnuhúsnæði

Þegar kemur að rekstrarumhverfi fyrirtækja þarf Reykjavík að standast samkeppni. Gerir hún það? Lítum fyrst á stöðuna innanlands: Af 10 stærstu fyrirtækjum landsins eru einungis fjögur, Icelandair, Arion banki, Landsbankinn og Samskip, með höfuðstöðvar í Reykjavík. Íslansbanki er nýfluttur í Kópavog og Icelandair er að íhuga að flytja líka.

Ég vil nefna tvo hluti úr stefnu Viðreisnar sem myndu auka samkeppnishæfni Reykjavíkur:

Í fyrsta lagi höfum við í Viðreisn sett fram tillögur um að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði lækki úr 1,65% í 1,63% á árinu 2021 og síðan í 1,60% árið 2022. Við áætlum að tekjur borgarsjóðs myndu með þessu lækka um 300 milljónir á ári en á móti yrðu fasteignagjöldin nú lægri en í Garðabæ og Mosfellsbæ og jafnhá og í Kópavogi.

Í öðru lagi þarf að einfalda leyfaveitingar í Reykjavík. Alþjóðabankinn framkvæmir árlega athuganir á því hve auðvelt sé að stunda viðskipti í löndum og borgum heims. Þegar kemur að byggingarleyfum er stjórnkerfið hér á landi mælanlega svifaseint, við erum aðeins í 64. sæti. Danir eru í efsta sæti. Hér á landi þarf 17 ólík skref innan stjórnsýslunnar til að reisa vöruskemmu, meðan í Danmörku þarf 7 skref og talsvert styttri tíma.

Við eigum að vera eins og Danmörk. Þótt eitthvað af umbótunum krefjist lagabreytinga eiga flest skrefin sér stað innan embættis byggingarfulltrúans í Reykjavík svo sannarlega er tækifæri til sameina umsóknir og stytta biðtíma.

Uppbygging íbúðahúsnæðis fylgir sömu lögmálum og myndi líka ganga hraðar fyrir sig ef ferlið hjá skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitinu væri skilvirkara. Þeir flokkar sem lofa hraðari uppbyggingu íbúða, oftar en ekki með þeim hætti að borgin sjálf dragi fram skóflur, skilja ekki að töfin snýst ekki um skort á svæðum til að byggja á eða aðilum sem væru til að byggja á þeim. Töfin er að einhverju leyti sjálfsköpuð.

Einfaldara rekstrarumhverf

Sprotafyrirtækið Numbeo.com heldur utan um verðlag, laun og ferðatíma víða um heim. Niðurstöðurnar sýna að ástandið í Reykjavík er um margt gott. Reykjavík er borg þar sem fólk upplifir sig öruggt, borg þar sem ferðatími er hóflegur samanborið við margar aðrar borgir. Lífsgæði í Reykjavík eru almennt góð.

En þegar kemur að kaupmætti þá stöndum við enn illa. Kaupmáttur í Reykjavík er 20% lægri en í Kaupmannahöfn. Við í Viðreisn vitum að hærri kaupmáttur helst oftar en ekki í hendur við öflugra atvinnulíf. Við leggjum til lægri fasteignaskatta, við viljum auðvelda uppbyggingu atvinnuhúsnæðis og við viljum einfalda stjórnsýslu þegar kemur að hvers kyns leyfaveitingum. Við viljum að það verði einfaldara að reka fyrirtæki í Reykjavík.

Grein birtist upphaflega á vef Viðskiptablaðsins þann 9. maí 2018.

Pawel Bartoszek
Flókin og dýr stjórnsýsla þar sem allir tapa

Grein eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í Reykjavík.

Þegar tafir verða á sölu fast­eigna skapar það mik­inn kostn­að, meðal ann­ars í formi vaxta. Kostn­að­ur­inn hækkar verðið á hús­næð­inu og lendir á end­anum á íbúum borg­ar­inn­ar, það er að segja fólki sem er að leita sér að þaki yfir höf­uðið og ver oft stærstum hluta launa sinna í hús­næði. Við getum lækkað bygg­ing­ar­kostn­að, flýtt fram­kvæmdum og þar með aukið fram­boð af hús­næði.

Í fréttum 8 maí sl. kemur fram að bygg­inga­fé­lagið Eykt hafi beðið í 11 mán­uði eftir eigna­skipta­lýs­ingu frá Reykja­vík­ur­borg vegna nýbygg­inga félags­ins við Brí­et­ar­tún. Sú bið er full­kom­lega óskilj­an­leg og deg­inum ljós­ara að hún hefur mikil áhrif á fram­kvæmda­að­il­ann en ekki síður á fólkið í borg­inni.

Skýrt dæmi um kostn­að­ar­sama óskil­virkni og óþarfa tafir birt­ist í því að í Reykja­vík þarf að taka 17 skref til að fá leyfi til að byggja vöru­skemmu sam­an­borið við sjö skref í Kaup­manna­höfn sam­kvæmt úttekt Alþjóða­bank­ans á skil­virkni og ein­fald­leika í bygg­inga­fram­kvæmdum og  er Reykja­vík í 64. Sæti á þeim lista.

Við­reisn í Reykja­vík leggur skýra áherslu á ein­fald­ara líf í borg­inni. Liður í því er að ein­falda og sam­ræma úttektir á vegum borg­ar­inn­ar, ein­falda leyf­is­veit­ingar og gera stjórn­sýsl­una alla skil­virk­ari og gegn­særri.  Það er algjör­lega óásætt­an­legt að borgin hækki fast­eigna­verð með löngum biðlistum og óþarfa flækju­stigi. Það getur heldur ekki talist eðli­legt að við stofnun fyr­ir­tækis í borg­inni þurfi fjölda heim­sókna eft­ir­lits­að­ila, und­ir­ritun á tugi útprent­aðra papp­íra og loks bið eftir nið­ur­stöðu sem ómögu­legt er að vita hvort taki daga, vikur eða mán­uði að fá.

Það gefur auga­leið að fækka þarf skref­um, sam­ræma úttektir og stytta bið­tíma í leyf­is­veit­ingum og bygg­ing­ar­starf­semi. Þannig mun lækk­aður bygg­ing­ar­kostn­aður ein­fald­lega skila hag­stæð­ara fast­eigna­verði. Þetta munum við í Við­reisn gera.

Grein birtist upphaflega í Kjarnanum þann 9. maí 2018.

Fallegar borgargötur nýttar sem bílageymslur

Grein eftir Pawel Bartoszek sem skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.

Ef gengið er í vest­ur­átt í 5 mín­útur frá Ing­ólfs­torgi er komið að Ægis­götu. Ægis­gata markar enda­lok gjald­skyld­unn­ar, vestan við hana má leggja frítt. Það þýðir auð­vitað að þeir sem vilja leggja frítt rúnta þennan bæj­ar­hluta á morgn­ana  í leit að stæð­um, með til­heyr­and­i ­bög­g­i ­fyrir fólkið sem þarna býr.

Á þessu svæði eru fal­legar borg­ar­götur eins og Vest­ur­gata eða Rán­ar­gata. Fal­legar borg­ar­götur sem gætu samt orðið betri. Ég hljóp Vest­ur­göt­una í gær og taldi gam­alt versl­un­ar- og þjón­ustu­hús­næði sem ýmist stóð autt eða hafði verið breytt í íbúð­ir. Ég taldi 19 þannig staði. Nítján rými, rými með stórum gluggum eða horn­inn­göng­um. Ímyndum okkur að við settum 10 búð­ir, 6 veit­inga­staði, 2 kaffi­hús og eina lík­ams­rækt­ar­stöð í þessi nítján rými. Ásýnd göt­unnar yrði allt önn­ur.

 

Það er ekki góð nýt­ing á borg­ar­gæðum að nýta göt­urnar í gamla Vest­ur­bænum eða Þing­holt­unum sem ókeypis bíla­geymsl­ur. Í fyrstu atrennu ætti að stækka gjald­skyldu­svæð­in, láta íbúa fá íbúa­kort, og stýra nýt­ingu stæð­anna betur með verð­lagn­ingu. Þá ætti líka að lengja gjald­skyldu­tím­ann, af því að mik­ill fjöldi túrista, og þarmeð­ bíla­leigu­bíla, skapar líka meira álag á tímum sem áður voru ekki á­lags­tím­ar.

Við­reisn styður hvort tveggja stækkun gjald­skyldra svæða og leng­ingu gjald­skyldu­tím­ans. Til lengdar þurfum við líka hugsa betur hvernig við tryggjum að íbúða­götur í grónum hverfum séu mann­væn­ar. Það er ekki víst að leiðin til þess sé að fylla þær af bílum launa­fólks á dag­inn, og bílum ferða­manna á kvöld­in.

Grein birtist upphaflega á vef Kjarnans þann 6. maí 2018.

Pawel Bartoszek
Göngugötur allt árið

Grein eftir Pawel Bartoszek, sem skipar 2. sæti Viðreisnar í Reykjavík.

Árið 1931 var Laugavegurinn gerður að einstefnu í vesturátt og samtímis varð Hverfisgata að einstefnu í austurátt. Þetta var fullkomlega rökrétt í vinstri umferð og fyrirkomulagið hélst óbreytt þegar skipt var yfir í hægri umferð fyrir um hálfri öld. Þetta veldur því reyndar að umferðin í kringum Hlemm er enn dálítið ankannaleg, enda í raun blanda af hægri- og vinstri umferð.

Rekstur verslana sem gripu fólk á leið í bæinn reyndist ganga betur en rekstur verslana sem blöstu við fólki á leið úr honum og því varð Laugavegurinn blómlegri verslunargata en Hverfisgatan, þrátt fyrir að Hverfisgatan ætti í raun að hafa betri burði til þess að bera gott götulíf, hún er jafnan bjartari og liggur í minni halla en Laugavegurinn.

Hverfisgatan hefur batnað mikið frá því að hún var tvíbreið einstefnu-hraðbraut á seinustu öld. Ég gríp mig í því að fara nú oft Hverfisgötuna frekar en Laugarveginn þegar ég geng eða hjóla niður í bæ. Ég er ekki einn.

En þar sem Hverfisgatan er ekki lengur einstefna er ekki lengur þörf fyrir að hafa umferð niður Laugaveginn. Laugavegurinn ætti einfaldlega að vera eins og Strikið í Kaupmannahöfn: göngugata allt árið. Við höfum ekki margar götur á Íslandi sem geta auðveldlega búið til þetta andrúmsloft, en Laugavegurinn er ein þeirra. Við eigum að opna Laugaveginn fyrir gangandi fólki, allt árið um kring.

Grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu þann 1. maí 2018.

Pawel Bartoszek
Áttu barn á biðlista?

Átt þú barn á biðlista? Er barnið á biðlista eftir leikskólaplássi eða eftir frístundaheimili? Eða er það kannski á biðlista eftir greiningu eða jafnvel sértæku úrræði?

Af hverju eru hundruðir barna á biðlistum hjá Reykjavíkurborg? Er það vegna þess að þarfir barna eru ekki settar í forgang þegar kemur að fjárhagsáætlanagerð eða er það vegna þess að börn eru ekki nægilega hávær þrýstihópur? Eða er það hreinlega vegna þess að við höfum sætt okkur við stöðuna eins og hún er og höfum alltof lengi verið að plástra laskað kerfi?

Það væri mikil einföldun að segja að það þyrfti bara að fjölga leikskólaplássum til þess að stytta biðlista á leikskólum. Til þess að hægt sé að fjölga leikskólaplássum um 750-800 eins og núverandi meirihluti hefur þegar sett í farveg þarf að fjölga um að minnsta kosti 100 stöðugildi. Það rímar illa við þá manneklu sem hefur verið viðvarandi vandamál í leikskólum borgarinnar og því ljóst að biðlistavandinn verður ekki leystur nema með því að horfast í augu við að starfsumhverfi leikskólanna er ekki boðlegt og laun ekki samkeppnishæf.

En biðlistar borgarinnar einskorðast ekki við leikskólastigið. Þegar barn hefur grunnskólagöngu heldur vandamálið áfram. Líklega þekkja allir foreldrar í Reykjavík þá tilfinningu að sitja sveittir á vorin yfir skráningarkerfi Rafrænnar Reykjavíkur sem hrynur af álagi þegar allir foreldrar skrá sig inn samtímis til þess að tryggja pláss fyrir barnið sitt á frístundaheimili næsta vetur. Er ekki galið að lögmálið fyrstur kemur fyrstur fær gildir þegar um er að ræða þjónustu fyrir börn? Vandinn er einfaldlega sá að frístundaheimilin eru aldrei fullmönnuð strax á haustin, sem gerir það að verkum að unnið er úr umsóknum jafnvel fram að áramótum eftir því sem tekst að ráða inn starfsfólk.

Börn sem þurfa á sértækum úrræðum að halda eru áfram látin bíða. Í dag bíður hvert barn að jafnaði í eitt og hálft til tvö ár eftir því að komast að í greiningu. Það virðist vera orðið lögmál að ferlið taki svona langan tíma. Þegar raunin er samt sem áður sú að fljótlega eftir að skólaganga barns hefst kemur í ljós hverjar þarfir þess eru. Í stað þess að skólinn geti brugðist strax við og mætt þörfum barnsins að fullu er kerfið greiningardrifið. Það gerir það að það verkum að börn eru látin bíða þar til greiningarferlinu er lokið til að eiga rétt á viðeigandi stuðningi. Í stað þess að láta börnin líða fyrir óskilvirkt kerfi og langa biðlista væri hægt að brúa bilið með því að treysta mati fagfólks í skólum. Þannig væri hægt að veita því svigrúm til að mæta ólíkum þörfum barna meðan á greiningarferlinu stendur. Það verður að tryggja að forsenda fjárfestingar borgarinnar í stuðningsúrræðum fyrir börn sé ekki einskorðuð við niðurstöðu greiningar. Nauðsynlegt er að sveigjanleiki og snemmtæk úrræði séu í forgrunni svo þarfir barna mæti ekki afgangi.

Við í Viðreisn höfum mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig megi leysa þennan biðlistavanda og ætlum að setja það í algjöran forgang. Við vitum að í leikskólum, skólum og á frístundaheimilum er til staðar næg fagþekking og vilji til að koma til móts við þarfir barna en það er aftur á móti stjórnsýslan sem þarf að tryggja að málefni barna séu raunverulega sett í forgang. Við þufum að gera vinnustaði borgarinnar, sem mennta börnin okkar, að eftirsóttum vinnustöðum með því að leiðrétta kjör kvennastétta strax í samræmi við þingsályktunartillögu Viðreisnar sem nú liggur fyrir á Alþingi

Við þurfum að treysta fagfólki í skóla- og frístundastarfi, bæta aðbúnað þess og minnka miðstýringu löngu staðnaðs kerfis. Þetta er spurning um forgang, fjármagn og pólitískan vilja. Það munum við í Viðreisn tryggja. 

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og Vilborg Guðrún Sigurðardóttir, grunnskólakennari, sem skipar 5. sæti listans.

Grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu föstudaginn 20. apríl 2018.

Lögbundin leiðindi

Grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 

Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga er gjarnan rætt hvort Reykjavík eigi eingöngu að sinna lögbundnum verkefnum og hætta öllu öðru sem gjarnan er slegið upp sem „gæluverkefnum“.

Lögbundin verkefni Reykjavíkurborgar eru sannarlega mikilvæg og jafnvel grunnforsenda hnökralausrar sambúðar borgarbúa. Verkefnunum þarf því augljóslega að sinna og það enn betur en áður hefur verið gert. Tækifærin til að bæta þjónustu gagnvart íbúum borgarinnar eru nefnilega fjölmörg.

Þó verkefnin séu mikilvæg er ljóst að afþreyingar- og skemmtanagildi þeirra er takmarkað. Malbikun gatna, brunavarnir og úttektir heilbrigðiseftirlits verður seint skemmtiefni sem gefur lífinu í borginni lit. Það gera hins vegar skemmtileg verkefni á borð við borgar- og listahátíðir, skemmtanalíf, íþróttamót og svo framvegis.

Við í Viðreisn viljum borg sem er gott, skemmtilegt og eftirsóknarvert að búa í. Fólk vill einfaldlega frekar búa í og heimsækja borg sem iðar af fjölbreyttu mannlífi. Þess vegna leggjum við áherslu á að Reykjavík laði til sín fleiri fjölbreytta viðburði, t.d. á sviði lista, íþrótta, nýsköpunar og hönnunar. Þess vegna ætlum við líka að einfalda og þjónustuvæða leyfisveitingar í borginni og þannig auðvelda hugmyndaríkum einstaklingum að koma hugmynd í framkvæmd, t.d. þeim sem vilja opna veitinga-, tónleika- eða skemmtistaði.

Við erum líka opin fyrir frjálsari opnunartíma tónleika- og skemmtistaða fjarri íbúabyggð, t.d. á Grandanum sem er að byggjast upp sem blómlegt svæði lista, nýsköpunar, veitinga og skemmtana. Efling þeirrar þróunar á Grandanum er nefnilega raunhæf á komandi kjörtímabili á meðan loforð um uppbyggingu fjölda íbúða á sama svæði er í besta falli örvæntingarfull leið til að slá ryki í augu kjósenda.

Viðreisn vill einfaldari, skemmtilegri og skilvirkari Reykjavík þar sem þjónusta við borgarbúa er í forgrunni. Við bjóðum fram krafta okkar því við vitum að ef rekstur borgarinnar er í traustum höndum er hægt að sinna svo mörgu fleiru en bara lögbundnum leiðindum. Svo einfalt er það.

Höfundur skipar fjórða sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík

Gunnlaugur Bragi
Viðreisn gefur kynjamisrétti í íþróttum rauða spjaldið

Grein birtist upphaflega á Kjarnanum:

Í kvöld­fréttum RÚV þann 17.apríl sl. var  áhuga­vert við­tal við Mar­gréti Björgu Ást­valds­dótt­ur, félags­fræði­nema, sem skrif­aði BA rit­gerð sína um umgjörð og aðbúnað fót­boltaliða í efstu deild karla og kvenna. Hún taldi nið­ur­stöð­urnar slá­andi, enda kynja­mis­réttið algert og birt­ist í öllum þáttum sem skoð­aðir voru. Hér er átt við aðgengi að þjálf­ur­um, æfinga­tím­um, bún­inga­klef­um, æfinga­svæð­um, útgjöldum í mark­aðs­setn­ingu svo nokkur dæmi séu tek­in. Þó að hér hafi aðeins verið að kanna efstu deild­irnar þá á þetta við í öllum flokkum og allt niður í yngstu deildir barna.

Því miður koma þessar nið­ur­stöður und­ir­rit­aðri ekk­ert á óvart. Fyrir tæp­lega átta árum þegar ég var for­maður Íþrótta- og tóm­stund­ar­ráðs Reykja­víkur var mis­réttið á milli drengja og stúlkna sem stund­uðu bolta­í­þróttir í Reykja­vík það fyrsta sem ég rak mig á þegar ég tók við mála­flokkn­um. Í fram­haldi óskaði ég eftir því að Mann­rétt­inda­skrif­stofa borg­ar­innar myndi gera ítar­lega úttekt á jafn­rétt­is­málum hjá íþrótta­fé­lögum í Reykja­vík. Vonir mínar um breyt­ingar á þess­ari skekkju innan íþrótta­fé­lag­anna urðu fljót­lega að von­brigð­um. Það stóð sann­ar­lega á svörum frá for­ystu félag­anna og á sam­eig­in­legum fundi ÍTR ráðs­ins, ÍBR og for­manna um það bil ári eftir að úttektin hóf­st, kom fram að flestum fannst þetta eig­in­lega bara óþarf­i,enda væru allar stefnur með klausu um jafn­rétti.

Vissu­lega hefur bylt­ing­ar­kennt vatn runnið til sjávar síðan þessi úttekt var gerð. En það er þetta með mun­inn á milli orða á blaði og orða á borði. Það á ekki að vera ásætt­an­legt að á árinu 2018, eftir #metoo-­bylt­ingu, eftir #þögg­un-­bylt­ingu og #6dags­leik­inn-­bylt­ingu, að hægt sé að skýla sér bak við orð á blaði leng­ur. Það þarf með ein­hverjum hætti að tryggja að þessum klausum og orðum sé fylgt eftir með raun­veru­legu verk­lagi og við­brögðum þegar þörf er á.

Í stefnu Við­reisnar í Reykja­vík kemur eft­ir­far­andi fram:

Jafn­rétti á að vera leið­ar­stef í allri íþrótta­starf­semi í Reykja­vík. Íþrótta­fé­lög í Reykja­vík eiga að setja sér við­bragðs­á­ætlun í kyn­ferð­is­brota­málum og jafn­rétt­is- og jafn­launa­stefnu.

Förum nú aðeins í gegnum það í hug­an­um: hvað myndi til dæmis ger­ast ef launa­út­gjöld í efstu deildum þyrftu að vera þau sömu hjá körlum og kon­um. Íþrótta­fé­lög þyrftu þá ein­fald­lega að greiða afreks­konum meira en þau gera í dag. Þetta myndi mjög fljót­lega gera íslenskar kvenna­deildir sam­keppn­is­hæfar um laun, sam­an­borið við erlendar deild­ir. Fleiri fræg­ari leik­mönnum myndu fylgja fleiri áhorf­endur og íslenskir leik­menn fengju betri þjálf­un. Afleið­ingin til skammst tíma yrði þá fyrst og fremst öfl­ugri kvenna­deild­ir, sem eftir yrði tekið á alþjóða­vett­vangi.

Varla yrði það eitt­hvað slæmt? Jafn­rétti er nefni­lega ekki kvöð heldur tæki­færi.

Að því gefnu að full­trúar Við­reisnar í Reykja­vík nái kjöri í kom­andi kosn­ingum munu þeir fylgja  þessu eftir með því að bera upp til­lögu þess efnis að skil­yrða fjár­stuðn­ing við íþrótta­fé­lög í Reykja­vík við að í stefnum og aðgerð­ar­á­ætl­unum þeirra séu til­tækar regl­ur, áætl­anir og verk­lag sem vinnur gegn öllu kynja­mis­rétti og vinnur hnit­miðað að jafn­rétti í allri sinni mynd. Enda hefur íslenska ríkið skuld­bundið sig á alþjóða­vett­vangi til að tryggja kynja­jafn­rétti á sviði íþrótta­mála skv. samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­munar gagn­vart konum sem ísland er aðili að. Það er mér því óskilj­an­legt afhverju þetta er ekki löngu orðin efsta klausa á blaði í þjón­ustu­samn­ingum borg­ar­innar við íþrótta­fé­lög­in.

Erum við ekki örugg­lega öll sam­mála um að jafna rétt allra, alls stað­ar? Það er ekk­ert fót­boltalið að fara að tapa leik á því alla­vega.

Höf­undur er í 3.sæti hjá Við­reisn í Rekja­vík - og hefur enga þol­in­mæði fyrir hvers­konar  kynja­mis­rétti.

Diljá Ámundadóttir
Skatturinn kann þetta

Siggi vill sækja um vínveitingarleyfi. Siggi þarf að fara til sýslumanns með búsetuvottorð, búsforræðisvottorð, útprentað vasknúmer, sakarvottorð, vottorð frá innheimtumanni ríkissjóðs, teikningu af húsnæðinu, og nokkur önnur skjöl til viðbótar.

Búsetuvottorðið, sem sannar að hvar hann býr, þarf hann á fá í Borgartúni hjá Þjóðskrá. Búsforræðisvottorðið, sem sýnir að hann er ekki gjaldþrota, þarf hann að kaupa hjá Héraðsdómi. Vasknúmerið þarf hann að prenta af RSK-vefnum. Sakarvottorðið þarf að hann að kaupa af sýslumanni. Vottorðið frá innheimtumanni má fá frá sýslumanninum sjálfum. Teikningarnar fást hjá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins.

Öll þessi vottorð eiga það sameiginlegt að liggja í raun í einhverjum gagnagrunnum hjá hinu opinbera. Það er engin góð ástæða til að láta fólk fara á þessa ólíku staði og safna pappír. Skatturinn hefur tekið þetta í gegn. Einu sinni þurfti að skila fullt af út útprentuðum skjölum, svo þurfti að skanna eða slá inn fullt af skjölum. Loks var það gert þannig að upplýsingarnar koma bara sjálfkrafa.

Tvær tillögur: Í fyrsta lagi ætti borgin að taka yfir flest leyfamál sem snúa að atvinnurekstri í Reykjavík, sér í lagi vínveitingar- og gistileyfin. Í öðru lagi ætti að vera hægt að sinna öllum erindum rafrænt. Það er tímaskekkja að atvinnurekendur þurfi enn reglulega að trítla í með útprentuð skjöl um allan bæ.

Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
 

Pawel Bartoszek
Áttu barn á biðlista?

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu og á vef blaðsins:

Af hverju eru hundruðir barna á biðlistum hjá Reykjavíkurborg? Er það vegna þess að þarfir barna eru ekki settar í forgang þegar kemur að fjárhagsáætlanagerð eða er það vegna þess að börn eru ekki nægilega hávær þrýstihópur? Eða er það hreinlega vegna þess að við höfum sætt okkur við stöðuna eins og hún er og höfum alltof lengi verið að plástra laskað kerfi?

Það væri mikil einföldun að segja að það þyrfti bara að fjölga leikskólaplássum til þess að stytta biðlista á leikskólum. Til þess að hægt sé að fjölga leikskólaplássum um 750-800 eins og núverandi meirihluti hefur þegar sett í farveg þarf að fjölga um að minnsta kosti 100 stöðugildi. Það rímar illa við þá manneklu sem hefur verið viðvarandi vandamál í leikskólum borgarinnar og því ljóst að biðlistavandinn verður ekki leystur nema með því að horfast í augu við að starfsumhverfi leikskólanna er ekki boðlegt og laun ekki samkeppnishæf.

En biðlistar borgarinnar einskorðast ekki við leikskólastigið. Þegar barn hefur grunnskólagöngu heldur vandamálið áfram. Líklega þekkja allir foreldrar í Reykjavík þá tilfinningu að sitja sveittir á vorin yfir skráningarkerfi Rafrænnar Reykjavíkur sem hrynur af álagi þegar allir foreldrar skrá sig inn samtímis til þess að tryggja pláss fyrir barnið sitt á frístundaheimili næsta vetur. Er ekki galið að lögmálið fyrstur kemur fyrstur fær gildir þegar um er að ræða þjónustu fyrir börn? Vandinn er einfaldlega sá að frístundaheimilin eru aldrei fullmönnuð strax á haustin, sem gerir það að verkum að unnið er úr umsóknum jafnvel fram að áramótum eftir því sem tekst að ráða inn starfsfólk.

Börn sem þurfa á sértækum úrræðum að halda eru áfram látin bíða. Í dag bíður hvert barn að jafnaði í eitt og hálft til tvö ár eftir því að komast að í greiningu. Það virðist vera orðið lögmál að ferlið taki svona langan tíma. Þegar raunin er samt sem áður sú að fljótlega eftir að skólaganga barns hefst kemur í ljós hverjar þarfir þess eru. Í stað þess að skólinn geti brugðist strax við og mætt þörfum barnsins að fullu er kerfið greiningardrifið. Það gerir það að það verkum að börn eru látin bíða þar til greiningarferlinu er lokið til að eiga rétt á viðeigandi stuðningi. Í stað þess að láta börnin líða fyrir óskilvirkt kerfi og langa biðlista væri hægt að brúa bilið með því að treysta mati fagfólks í skólum. Þannig væri hægt að veita því svigrúm til að mæta ólíkum þörfum barna meðan á greiningarferlinu stendur. Það verður að tryggja að forsenda fjárfestingar borgarinnar í stuðningsúrræðum fyrir börn sé ekki einskorðuð við niðurstöðu greiningar. Nauðsynlegt er að sveigjanleiki og snemmtæk úrræði séu í forgrunni svo þarfir barna mæti ekki afgangi.

Við í Viðreisn höfum mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig megi leysa þennan biðlistavanda og ætlum að setja það í algjöran forgang. Við vitum að í leikskólum, skólum og á frístundaheimilum er til staðar næg fagþekking og vilji til að koma til móts við þarfir barna en það er aftur á móti stjórnsýslan sem þarf að tryggja að málefni barna séu raunverulega sett í forgang. Við þufum að gera vinnustaði borgarinnar, sem mennta börnin okkar, að eftirsóttum vinnustöðum með því að leiðrétta kjör kvennastétta strax í samræmi við þingsályktunartillögu Viðreisnar sem nú liggur fyrir á Alþingi

Við þurfum að treysta fagfólki í skóla- og frístundastarfi, bæta aðbúnað þess og minnka miðstýringu löngu staðnaðs kerfis. Þetta er spurning um forgang, fjármagn og pólitískan vilja. Það munum við í Viðreisn tryggja. 

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og Vilborg Guðrún Sigurðardóttir, grunnskólakennari, sem skipar 5. sæti listans.

Gefum hjólastígum nöfn

Gáta: Hvað er átt við: “Ég fer oftast beint út á þjóðveg 413 og keyri hann þangað til að ég kem að þjóðvegi 41 og beygi inn á hann til hægri. Síðan held ég áfram eftir þjóðvegi 41 þangað til að ég kem að þjóðvegi 49, beygi þá í vesturátt, held áfram í rúma sjö kílómetra þangað til að ég kem að hringtorgi og þá er skólinn á vinstri hönd.”

Svar. Hér er verið að lýsa leið frá Breiðholti niður í Háskóla Íslands, eftir Breiðholtsbraut, Reykjanesbraut og Miklubraut. Enginn myndi samt lýsa leiðinni svona. Fólk man nöfn betur en númer og fólk tengir betur við nöfn. Enginn talar um Kringlumýrarbrautina sem þjóðveg 40.

Það er ekki stærsta kosningamálið en rétt eins og það var gott skref að gefa strætóstöðvum nöfn og sýna þau þá vill Viðreins að við gefum hjólastígum falleg, lýsandi, þjál nöfn og sýnum þau með skýrum hætti.

Númer gera engan spenntan.

Það segir enginn “ég hjóla leið 6 í vinnuna”.

Fólk segir frekar: “Ég hjóli þarna meðfram Suðurlandsbrautinni.”

En borgin myndi batna til muna ef við myndum bara setja upp falleg skilti á þúsund metra fresti sem á stæði “Suðurlandsstígur”. Það myndi auðveldara fólki að tala um að hjóla, og það er oftast fyrsta skrefið.

Birtist áður á Kjarnanum.

Pawel Bartoszek
Börn frítt með fullorðnum

Birtist fyrst á vef Fréttablaðsins:

Strætó á almennt ekki að vera ókeypis. Ef halli er á rekstri Strætó á að hækka fargjöld, ekki skera niður þjónustu, eins og íslenskir stjórnmálamenn vilja allt of oft gera. Strætókort er hvort sem er miklu ódýrara en einkabíll og yrði það áfram þótt svo verðið myndi hækka umtalsvert.

Hins vegar getur verið allt í lagi hugmynd að fella niður gjald tímabundið sem hluta af einhvers konar markaðsátaki. Dæmi um það það var “frítt í strætó fyrir námsmenn” verkefnið frá því fyrir um áratug síðan.

Hér er önnur hugmynd: Í Kaupmannahöfn getur fullorðinn einstaklingur tekið allt að tvö börn yngri en tólf ára með sér í strætó án þess að greiða fyrir þau sérstaklega. Börn greiða hins vegar áfram (hálft) gjald ef þau ferðast ein.

Þetta er auðvitað búbót fyrir þá fullorðna sem eiga þegar strætókort en fyrst og fremst þýðir þetta minna vesen. Strætókortið verður örlítið meira eins og bíll. Rétt eins og bíllinn getur það nú ferjað börn án viðbótarfyrirhafnar fyrir eigandann.

Viðreisn vill skoða svona útfærslur í höfuðborginni. Auðvitað þetta ekki ókeypis en þetta er hins vegar ekki dýrt í samhengi hlutanna. Tekjur vegna barna á aldrinum 6-11 ára nema um 1,3% af heildarfargjaldatekjum Strætó. Þetta kostar því að hámarki um 25 milljónir króna.

Gera mætti tilraun með þetta til þriggja ára og fjármagna hana með örlítilli hækkun annarra fargjalda og hóflegu framlagi sveitarfélaganna sem standa að rekstrinum. Markmiðið er að auðvelda barnafólki að nota strætó og kynna börn fyrir almenningssamgöngum. Það er tilraunarinnar virði.

Pawel Bartoszek
Svo fólk velji Reykjavík

Greinin birtist fyrst á Vísi:

Fólk sem fæðist á Íslandi í dag mun vonandi geta valið hvar í veröldinni það kýs að búa þegar það vex úr grasi. Við í Viðreisn viljum að fólk hafi þetta val, en við viljum líka að það geti hugsað sér að búa á Íslandi, frekar en til dæmis í Noregi eða á Spáni. Þess vegna þarf höfuðborgin Reykjavík að vera samkeppnisfær við aðrar borgir.

Borg fyrir börn

Fólk mun ekki vilja búa í Reykjavík nema skólakerfið sé gott. Reykjavíkurborg á að vera borg þar sem boðið er upp á framúrskarandi starfsumhverfi fyrir nemendur og kennara og þar sem miðstýring hindrar ekki þróun skólastarfsins. Samþætta þarf dagskrá barnanna í skóla, íþróttum og tómstundum því eins og staðan er nú er vinnudagur barna ekki skipulagður með þarfir þeirra í huga. Til að ná þessu þarf til dæmis að ljúka sameiningu skóla- og frístundasviðs. Börn með sértækan vanda eiga ekki að bíða í 18 mánaða greiningarferli að staðaldri, þau eiga að fá skýr úrræði við hæfi eins fljótt og auðið er. Reykjavíkurborg á að vera borg sem hlúir að andlegu heilbrigði barna sinna og tryggir þeim aðgengilega sálfræðiþjónustu.

Borg fyrir alla

Reykjavíkurborg á að vera borg þar sem þjónusta við fjölskyldur á öllum aldri er aðgengileg og góð. Þar sem fatlað fólk getur treyst á þjónustu borgarinnar, en þarf ekki að líða fyrir brotakennt fyrirkomulag sem er plástrað í bak og fyrir. Borg þar sem í boði er fjölbreytt þjónusta fyrir aldraða í samræmi við þarfir þeirra. Þar sem öllum er gert kleift að búa heima hjá sér eins lengi og þeir vilja og geta. Þegar þeirri getu sleppir standi hjúkrunarheimili til boða í stað langs og erfiðs biðtíma með tilheyrandi álagi og óvissu. Reykjavíkurborg á að hafa það að markmiði að mæta þörfum borgaranna af virðingu og með gæði að leiðarljósi en til þess þarf reglulegar mælingar svo hægt sé að þróa þjónustuna í takt við þarfir og væntingar borgarbúa.

Borg fyrir umhverfið

Reykjavíkurborg á að vera fjölbreytt, græn og skilvirk. Með strætó sem gengur á 7,5 mínútna fresti á háannatímum og Borgarlínu á fullri ferð verða almenningssamgöngur að auðveldum og raunhæfum kosti. Að sjálfsögðu eigum við að hafa gott vegakerfi fyrir fólk sem notar einkabílinn til að komast leiðar sinnar en við eigum líka að styðja við fjölbreyttari ferðamáta. Hjólastígar borgarinnar eiga að vera framúrskarandi, kortlagðir og heita nöfnum sem auðveldar borgarbúum að auðkenna þá og nota. Áframhaldandi þétting byggðar á að vera í forgangi með áherslu á að klára uppbyggingu í þeim hverfum sem hafin er. Reykjavík á að vera borg sem leggur áherslu á þjónustu í nærumhverfi borgaranna. Í því skyni eiga grenndarstöðvar að vera handan við hornið, snyrtilegar og með gámum sem auðvelt er að losa sorp í. Sorp borgarbúa skal sótt oftar, fremur en sjaldnar og borgin á að sjálfsögðu að koma til móts við borgarbúa eftir jólastreituna og tryggja að jólatrén séu sótt eftir hátíðirnar. Þetta er einfaldlega spurning um stærðarhagkvæmni og góða þjónustu við fólkið í borginni.

Borg til þjónustu reiðubúin

Reykjavíkurborg á að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem hæfileikaríkt fólk sækir um lykilstöður. Rekstur borgarinnar skal vera hallalaus og henni stýrt af festu og öryggi. Við viljum að þjóðarsátt um kjör kvennastétta verði sett í forgang. Stuðla þarf að einfaldara regluverki með góðu aðgengi að gagnvirkri stjórnsýslu sem þjónustar fólk í stað þess að flækjast fyrir því. Boðleiðir eiga að vera skýrar og hugsa skal í langtímalausnum í stað marglaga kerfis sem hefur verið plástrað alltof oft. Við þurfum að aðstoða við stofnun fyrirtækja í borginni í stað þess að gera þeim erfitt fyrir og gera það sem í okkar valdi stendur til að skapa fyrirtækjum hagstæð rekstrarskilyrði. Dæmi um þetta er „One Stop Shop” fyrir leyfismál fyrirtækja. Svo verður auðvitað að vera gott aðgengi að skrifstofu- og atvinnuhúsnæði í borginni.

Viðreisn er neytendamiðaður flokkur sem mun alltaf setja hagsmuni neytenda í forgrunn og hafna hvers kyns sérhagsmunum í borgarskipulaginu. Tryggja á hagsmuni íbúa á framkvæmdasvæðum, til dæmis með því að úthluta þeim sérstökum tengiliði með bætt upplýsingaflæði, sátt og vellíðan að markmiði. Við megum nefnilega aldrei gleyma því að Reykjavíkurborg er fyrst og fremst þjónustuaðili sem hefur það hlutverk að veita borgarbúum og landsmönnum öllum góða þjónustu.

Borg sem blómstrar

Reykjavík á að vera borg þar sem fólk vill búa. Borg sem hefur upp á allt að bjóða og jafnvel meira til. Borg þar sem samgöngur eru á heimsmælikvarða, atvinnutækifæri eru spennandi, börn fá að blómstra á eigin forsendum og mannlífið er iðandi. Þessum markmiðum vill Viðreisn ná í Reykjavík. Við tölum fyrir nýrri nálgun og horfum á það sem snertir okkar daglega líf en ekki bara steypu og mannvirki. Það hvernig samgöngumál, menntamál, velferðarmál, umhverfismál og svo margt annað er skipulagt er einfaldlega samofið okkar daglegu störfum og tómstundum. Það hvernig við getum búið til betri borg er ekki afmarkað markmið heldur heildstætt verkefni.

Látum verkin tala

Viðreisn hefur stimplað sig inn sem stjórnmálaafl sem lætur verkin tala. Afl sem er óhrætt við að fara nýjar leiðir byggðar á vönduðum greiningum og raunhæfum úrræðum sem miða að heildrænni sýn fyrir borgina okkar, í þágu borgarbúanna. Við ætlum að einblína á öll þau fjölmörgu mál sem tengjast okkar daglega lífi sem hafa einfaldlega setið á hakanum alltof lengi.

Það eru spennandi vikur framundan sem við í Viðreisn munum nýta vel til að kynna hugsjónir okkar og baráttumál. Öll okkar stefnumál miða að því að gera Reykjavík að betri, skemmtilegri og skilvirkari borg þar sem þjónusta við borgarbúa er í forgrunni. Borg sem er eftirsóknarvert að búa í.

Höfundur greinar er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.

Skortur á frelsi og fjármagni í borginni

Grein birtist upphaflega á Babl.is

Ég heiti Geir Finnsson og er 26 ára Breiðhyltingur. Sjálfur hef ég spáð í stjórnmál frá því ég var mjög ungur, enda ótrúlega spennandi viðfangsefni hverjir hafi áhrif á samfélagið okkar hverju sinni og með hvaða hætti. Framan af var enginn flokkur sem ég gat samsvarað mig við, þar til fyrir nokkrum árum þegar fréttir fóru að berast af því að í bígerð væri frjálslyndur og neytendavænn stjórnmálaflokkur. Það var þá sem ég hafði samband við forsprakka hópsins og ákvað að slást í hópinn. Skömmu síðar var ég orðinn einn af innstu koppum í búri að móta stefnu flokksins og byggja upp ungliðastarfið.

Úr varð stjórnmálaflokkurinn Viðreisn sem ég er afskaplega stoltur af. Flokkurinn hefur þegar markað spor sín á Alþingi en nú er kominn tími fyrir hann að setja mark sitt á sveitarstjórnarkosningar.

Frá stofnun Viðreisnar hefur margt gerst, en í gegnum súrt og sætt hef ég alltaf verið hæstánægður með að hafa þennan flokk sem valkost. Það er nefnilega mikilvægt að fleiri raddir heyrist innan stjórnmála, í stað þess að gömlu öflin reyni áfram að vera málsvarar allra. Um leið og flokkurinn, sem maður hefur beðið eftir, er mættur á sjónarsviðið þá er ekki annað í boði en að berjast með kjafti og klóm til að tryggja hann í sessi.

Ég áttaði mig nefnilega á því að aðeins þannig verður fulltrúi neytenda, frelsis og öðruvísi vinnubragða við stjórnvölinn. Þar liggur sérstaða Viðreisnar. Enginn hópur hefur verið verkinu tryggari en unga fólkið í flokknum, enda áttum við hvað ríkastan þátt í mótun hans. Viðreisn er frábær vettvangur fyrir okkur til að láta áherslur okkar skína í gegn með nýjum vinnubrögðum.

Með grunnstefnu Viðreisnar að leiðarljósi ætlum við alla leið inn í borgina. Sjálfur verð ég í framboði á lista Viðreisnar í Reykjavík, en rétt eins og aðrir ungliðar er ég ekki mættur til þess að berjast einvörðungu fyrir málefnum sem eiga að ná til unga fólksins framar öðrum. Staðreyndin er nefnilega sú að öll stefnumál varða okkur unga fólkið. Áherslur okkar á gegnsæi, öfluga velferð, jafnrétti og ábyrgan rekstur eru einfaldlega mál sem ná til allra. Það er líka ekki vanþörf á, en lamandi miðstýringu er að finna nánast alls staðar í borginni. Eins og staðan er núna er borgin ekki eftirsóknarverður vinnustaður, sér í lagi þegar mannekla einkennir leik- og grunnskólana því að engan langar raunverulega að starfa í því umhverfi sem boðið er upp á. Borgaryfirvöld hafa vissulega gert ýmislegt gott, en oftar en ekki hafa göfug markmið því miður verið hálfkláruð, þá einna helst þegar allt kerfið er flækt utan í mismunandi stjórnunarlög. Þessu til viðbótar er ekki nægilegu fjármagni varið í mikilvæg verk og fólk skortir frelsi til þess að gera það sem bráðvantar hverju sinni

Í borginni, líkt og annars staðar, er auðvelt að sitja hjá og bíða eftir því að annar gangi í verkin og leysi vandamálin. En hér dugar ekki að vera þolinmóður. Viðreisn hefur sýnt það í verki að við mætum til leiks með fullmótaðar tillögur og erum óhrædd við að taka af skarið, taka ákvarðanir og horfa til lengri tíma. Þess vegna býð ég mig fram undir merkjum Viðreisnar.

Geir Finnsson
Flutningur spítalans stóreykur bílaumferð

Umferð eru ekki bara einkabílar. Umferð eru líka þeir sem labba, hjóla eða taka strætó. Sé litið á umferð í þessum eðlilega, víða, skilningi er flutningur Landspítalans frá Reykjavík til úthverfa Garðabæjar vond hugmynd.

Þótt sumir hæðist stundum að því að fólk geti komist á spítala öðruvísi en á bíl hefur Landspítalinn engu að síður náð góðum árangri þegar kemur að því að hvetja starfsfólkið til að nota fjölbreyttari samgöngumáta.

Samkvæmt ferðavenjukönnun spítalans frá árinu 2016 fóru 29% starfsmanna oftast gangandi eða hjólandi í vinnuna. Enda má ætla að um 20.000 manns búi í göngufæri við spítalann. Það býr enginn í göngufæri við Vífilsstaði. Hvort halda menn að gangandi eða hjólandi starfsmönnum muni fækka eða fjölga ef við flytjum spítalann þangað?

Samkvæmt sömu könnun tóku yfir 10% starfsmanna Landspítalans oftast strætó í vinnuna. Landspítalinn liggur nú í hjarta leiðakerfis Strætó. Þaðan eru beinar tengingar við flesta kima höfuðborgarsvæðisins. Í dag fer ein leið, leið 21, fram hjá Vífilsstöðum. Hvort halda þeir sem vilja flytja spítalann að þeim fjölgi eða fækki sem nota strætó ef spítalinn verður fluttur austur fyrir Reykjanesbrautina?

Það mætti kannski kalla það aðdáunarverða fórnfýsi sumra framboða í Reykjavík að vilja flytja einn stærsta vinnustað borgarinnar í annað sveitarfélag til að “létta á umferðarálagi”. En staðreyndin er sú að umferðin mun ekki skána við það að spítalinn verður fluttur út í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Eina sem gerist er að þúsundir hundruð starfsmanna spítalans sem í dag labba, hjóla, eða taka strætó í vinnuna verða neyddir til að fara á bíl.

Áður birt í Fréttablaðinu.

Pawel Bartoszek
Ókeypis strætó er vond hugmynd

Birtist fyrst á Vísi:

Í grófum dráttum má segja að á seinustu árum hafi rekstrartekjur vegna strætóhluta Strætós skipst þannig að sveitarfélögin hafa skaffað 3 milljarða, notendur 2 milljarða og ríkið 1 milljarð.

Nokkur framboð hafa óbeint sett fram þá stefnuskrá að ríkið hætti að borga þennan eina milljarð í strætó og noti hann frekar til að byggja mislæg gatnamót. Einhver framboð hafa jafnframt viðrað þá hugmynd að gefa fólki frítt í strætó og skera þannig 2 milljarða til viðbótar af rekstrartekjunum.

Ef hvort tveggja er gert munu rekstrartekjur Strætós lækka um helming. Til að dæmið gangi upp þarf annaðhvort að nánast tvöfalda framlög sveitarfélaganna, eða skera niður þjónustu. Það má geta sér til hvor leiðin sé líklegri að verði farin.

Þar sem almenningssamgöngur eru góðar kosta þær sitt. Strætófarþegar í Reykjavík þurfa ekki lélegri, ókeypis þjónustu. Þeir þurfa betri þjónustu. Þótt það geti verið allt í lagi að fella niður fargjöld tímabundið sem part af einhverju markaðsátaki er tómt mál að ætla sér að að efla almenningssamgöngur ef menn ætla í leiðinni afþakka tekjur af fargjöldum notenda.

Pawel Bartoszek