Gefum hjólastígum nöfn

Gáta: Hvað er átt við: “Ég fer oftast beint út á þjóðveg 413 og keyri hann þangað til að ég kem að þjóðvegi 41 og beygi inn á hann til hægri. Síðan held ég áfram eftir þjóðvegi 41 þangað til að ég kem að þjóðvegi 49, beygi þá í vesturátt, held áfram í rúma sjö kílómetra þangað til að ég kem að hringtorgi og þá er skólinn á vinstri hönd.”

Svar. Hér er verið að lýsa leið frá Breiðholti niður í Háskóla Íslands, eftir Breiðholtsbraut, Reykjanesbraut og Miklubraut. Enginn myndi samt lýsa leiðinni svona. Fólk man nöfn betur en númer og fólk tengir betur við nöfn. Enginn talar um Kringlumýrarbrautina sem þjóðveg 40.

Það er ekki stærsta kosningamálið en rétt eins og það var gott skref að gefa strætóstöðvum nöfn og sýna þau þá vill Viðreins að við gefum hjólastígum falleg, lýsandi, þjál nöfn og sýnum þau með skýrum hætti.

Númer gera engan spenntan.

Það segir enginn “ég hjóla leið 6 í vinnuna”.

Fólk segir frekar: “Ég hjóli þarna meðfram Suðurlandsbrautinni.”

En borgin myndi batna til muna ef við myndum bara setja upp falleg skilti á þúsund metra fresti sem á stæði “Suðurlandsstígur”. Það myndi auðveldara fólki að tala um að hjóla, og það er oftast fyrsta skrefið.

Birtist áður á Kjarnanum.

Pawel Bartoszek